Lifandi!

Við eigum báðar langan starfsferil að baki sem kennarar, Dóra sem sérkennari og ég (Laufey) í framhaldsskóla, en störfum núna aðallega við kennslu og ráðgjöf hjá Lifandi!

Við höfum báðar fengið kennaraþjálfun í núvitund frá Bretlandi, Dóra við Háskólann í Bangor og Laufey hjá bresku núvitundarsamtökunum Breathworks. Við erum báðar markþjálfar (frá Evolvia) og höfum lokið árs námi í hugrænni atferlismeðferð hjá Endurmenntun í samvinnu við Oxford Cognitive Therapy Center. Laufey er einnig jógakennari (560 t.), lærði hjá Kristbjörgu Kristmundsdóttur og Sri Swami Ashutosh Muni og er stöðugt að bæta við sig í jógafræðunum. Hún hefur einnig sótt kennaraþjálfun í iRest yoga nidra (djúpslökun) til Oxford. 

Frá 2013 höfum við haldið námskeið í núvitund í Rósinni, bæði grunnnámskeið (Lífið er núna!), framhaldsnámskeið og námskeið fyrir fólk með verki (Betri heilsa með núvitund). 

Við bjóðum líka upp á einkatíma:

1. Markþjálfun

2. Einkaleiðsögn í núvitund

3. Núvitund og lífsstefnan – einstaklingsnámskeið sem sameinar núvitund og markþjálfun

4. Streita og slökun – einkatímar í streitustjórnun og djúpslökun (yoga nidra).

www.lifandinuna.is

Laufey Arnardóttir, laufey@hugun.is, sími: 8644014

Dóra Axelsdóttir, doraaxel@gmail.is, sími: 6906330