Brennan heilunarmeðferð Jóhönnu Jónasar

   

Brennan heilunarmeðferð Jóhönnu Jónasar og Heildræn samtalsmeðferð.

Í ein 23 ár hef ég starfað sem leikkona og síðar líka sem magadanskennari og veitingastjóri á Grænum Kosti. Allan þann tíma hef ég haft óbilandi áhuga á sjálfsvinnu, sjálfsþroska, og sjálfsheilun.  Þessi áhugi á mannrækt leiddi mig á endanum í Barbara Brennan School of Healing. Þaðan útskrifaðist ég eftir 4 ára nám í maí 2013 sem Brennan heilari.

Í maí 2015 útskrifaðist ég síðan aftur úr sama skóla eftir 2 ára framhaldsnám í Heildrænni samtalsmeðferð.  Og loks vorið 2017 útskrifaðist ég úr sama skóla sem kennari í Brennan heilunarfræðum.  Árið 2017-2018 hlotnaðist mér sá heiður að kenna við skólann á 4 ári í Flórída USA.  Á komandi skólaári 2018-2019 mun ég halda áfram kennslu við skólann og núna í Oxford í Englandi í viku í senn annan hvorn mánuð.  Þess á mili er ég í fullu starfi í Rósinni, Bolholti 4.

Kynni mín af þessum skóla hafa umbreytt lífi mínu. Þau hafa sýnt mér fram á hvers megnug þessi vinna getur verið, bæði hvað varðar mig sjálfa og aðra.  Mig langar til að koma þessari þekkingu á framfæri svo fleiri geti notið ávaxtanna sem ég hef uppskorið.

Til að sjá nánari upplýsingar um mig og mína vegferð í lífinu vinsamlegast skoðið “Um mig” á vefsíðu minni heilunjohannajonas.is

 

Almennt um Brennan heilun:

Heilun, handayfirlagning eða orkulækningar er fyrirbæri sem hefur verið þekkt í  þjóðfélögum í þúsundir ára.  Það hefur verið álitið á valdi fárra og þá þeirra sem hafa sérstaka eða jafnvel álitna “yfirnáttúrulega” hæfileika.

Dr. Barbara Brennan er ein þeirra með þessa sérstöku hæfileika.  Hún sá þó í hendi sér að “heilun” eða orkulækningar væri eitthvað sem allir áhugasamir og hæfileikaríkir gætu numið og lært öðrum til góðs.

Því ákvað hún að skapa mjög krefjandi og yfirgripsmikið 4 ára nám þar sem hægt væri að læra slíkt samkvæmt hennar skipulagða kerfi.  Sjá nánar um Barbara Brennan School of Healing.

Dr. Brennan er eðlisfræðingur að mennt og mjög vísindalega þenkjandi.  Hennar markmið er að heilun eða orkulækningar verði eðlileg og heildræn hliðarmeðferð við hefðbundnar læknismeðferðir.

Í bæklingi sem er gefinn út á vegum Barbara Brennan School of Healing kemur þetta fram um Brennan heilunarmeðferð:

Brennan heilun er einstakt og sértækt meðferðarform til að vinna með orkukerfi mannsins, þróað af Dr. Barböru Brennan.

Vellíðan og heilbrigði er viðhaldið með góðu flæði og jafnvægi í orkukerfi hvers einstaklings.  Bæði innri og ytri þættir geta haft neikvæð áhrif á orkuflæðið, valdið stöðnun og ójafnvægi sem lýsir sér sem einhvers konar óþægindi.  Þetta heildræna heilunarkerfi er mjúk en öflug leið til að hreinsa, hlaða og jafna orkukerfið, sem svo getur hjálpað til við að ná aftur heilsu; líkamlegri, tilfinningalegri og andlegri.

Við bjóðum þér að kanna tengsl líkamans við tilfinningalegt, huglægt og andlegt heilbrigði.

Þetta meðferðarform er viðbót og stuðningur við hefðbundnar læknisfræðilegar og sálfræðilegar meðferðir.

MEÐFERÐ HJÁ BRENNAN HEILARA GETUR STUÐLAÐ AÐ:

  • hraðari bata eftir slys, áföll eða skurðaðgerðir.
  • vægari verkjum og einkennum sem fylgja ýmsum sjúkdómum.
  • djúpri slökun.
  • því að minnka streitu, draga úr áhyggjum, kvíða, depurð og að auka von.
  • auðveldari tjáningu og aukinni sköpunargleði.
  • sjálfstyrkingu, bættri sjálfsmynd og meiri núvitund.
  • aukinni vellíðan og gleði.
  • andlegum og persónulegum þroska.
  • því að meta betur fjölbreytileika og undur lífsins.

Brennan heilari getur hjálpað þér að tengjast þínum innri náttúrulega heilunarmætti og stutt þig í að lifa lífi þínu til fulls, með tilgangi, í gleði.

Hver heilun stuðlar að hreinsun orkukerfisins sem getur hjálpað þér að öðlast dýpri sjálfskilning.  Því meiri og dýpri sjálfskilningur, því betri mynd færðu af því hvað hindrar þig í lífinu.  Með því að fikra sig að uppruna þessara hindrana og sleppa af  þeim takinu með kærleika getur þú sagt skilið við gömul hegðunarmynstur sem þjóna ekki lengur þínu æðsta markmiði.  Þetta er heilunarferlið. 

Um Heildræna samtalsmeðferð:  

Ásamt Brennan heilun þá býð ég einnig upp á tíma í Heildrænni samtalsmeðferð, en úr því fagi útskrifaðist ég vorið 2015 eftir 2 ára framhaldsnám í Barböru Brennan School of healing (sem Brennan Integrative Practitioner).

Í Heildrænni samtalsmeðferð er leitast við að samþætta hið huglæga, tilfinningalega, andlega og líkamlega, og skoðað hverjar grunnorsakir vandamála í lífi einstaklings kunna að vera.  Lífið er skoðað í samhengi og unnið í að losa fyrirstöður (blokkeringar) sem gætu legið í tilfinningum, huga og líkama út frá áföllum og/eða mótun í uppeldi og öðrum erfiðleikum í lífinu.

Mikið er hugað að líkamsvitund í meðferðinni og hvar tilfinningaþungi/hleðsla kann að mynda fyrirstöðurnar sem og hvernig hugur, tilfinningar og líkami spila saman ásamt hinum andlega (spiritual) þætti ef það á við.

Ég styð skjólstæðinga í að kynnast sjálfum sér betur og að auka meðvitund um atferli þeirra í lífinu, t.d. hvað hindrar hann/hana í að ná árangri, hvaða ósjálfráðu tilfinningaviðbrögð kunna að valda örðugleikum í samskiptum og hvað kunni að liggja að baki vanlíðan, streitu, depurð, þunglyndi, orkuleysi, síþreytu og erfiðum tímum í lífinu, sem við mætum öll á lífsins leið.

Í hverjum tíma vinn ég mikið með hvað er til staðar hér og nú.  Nám mitt og reynsla gerir mér kleift að fylgjast grannt með orkuflæði skjólstæðingsins og greina hvar og hvernig fyrirstöður kunni að liggja. Ég reyni að benda á góð ráð sem gætu hjálpað viðkomandi í leit að betri líðan ef við á og vinn út frá djúpri samkennd og kærleika.

Margir koma til mín sem eru að glíma við erfið tímabil í lífinu, og/eða vilja vinna úr sorg eða áföllum, eiga í samskiptaörðugleikum, eru að leita að tilgangi í lífinu, finna fyrir óskilgreindri vanlíðan, orkuleysi, þunglyndi og almennri vanlíðan o.s.frv.  Einnig fæ ég mikið af fólki til mín sem vill læra að þekkja sig betur, sjá líf sitt í betra samhengi og vill ná betri/meiri árangri í sjálfsvinnu sinni.

Ýmist er hægt að velja Heildræna samtalsmeðferð eingöngu eða sambland af tímum með Heildrænni samtalsmeðferð og Brennan heilun.  Í samblönduðum tíma þá er byrjað á samtalsmeðferðinni og seinni hluti tímans er varið á bekknum í heilun.

Reynslusögur:

“Jóhanna hefur þá stórkostlegu hæfileika að veita þeim sem til hennar koma ómælda einlægni, umhyggju og hugarró. Þegar ég kom í fyrsta sinn til Jóhönnu fann ég fyrir áhuga hennar á að hjálpa mér og það yndislega viðmót og nærveru sem hún hefur. Breytingin sem ég upplifiði eftir tíma hjá henni var mögnuð og mér leið ávallt eins og hún hefði tekið nákvæmlega þann þunga sem ég þurfti að losna við. Heilunin hjá Jóhönnu hefur í sannleika sagt bjargað mér og gefið mér nýja líðan og ný tækifæri í mínu lífi. Hún hefur þá gjöf að getað unnið nákvæmlega í því sem viðkomandi þarf hjálp með og breytingin eftir tíma hjá henni gefur manni styrk til þess að upplifa nýja og betri tíma. Ég veit það fyrir víst að ég á eftir að koma reglulega til hennar á komandi árum. Takk fyrir alla hjálpina.” Gunnar Þorsteinsson, þjálfari hjá Dale Carnegie

Það er engu líkt að leggjast á bekkinn hjá Jóhönnu! Ég er með vefjagigt sem kom í kjölfar aftanákeyrslu, og hef því farið víða í leit að bata. Eftir fyrsta tímann fann ég ótrúlega breytingu á mér, það var eins og að ég væri loksins komin í samband við líkama og sál,“ orðin heil „. Ég eiginlega sveif út í daginn, og hef svifið síðan. Það gerðist eitthvað svo dásamlegt innra með mér, og mér líður svo miklu betur líkamlega. Ég finn að ég er komin á stað þar sem ég vil alltaf vera og verður ómissandi í mínu lífi. Kæra Jóhanna þú ert alveg einstök!    Inga Rut Sigurðardóttir kennslustjóri Kvikmyndaskóla Íslands

„Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi  að örlögin leiddu mig til fundar við Jóhönnu.  Tímarnir hjá henni hafa verið alveg ómetanleg hjálp þegar ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu lífi. Jóhanna er einstaklega styðjandi og næm í að finna réttu leiðina til lausnar. Opnaði alveg huga minn inn í nýjar víddir, sem hefur síðan haft alveg einstaklega góð áhrif bæði andlega og líkamlega, aukið sjálfsöryggi, bjartsýni og vellíðan.  Óska þess að aðrir fái sama tækifæri og ég til að auka gæðin í sínu lífi.“           Sigurður Erlingsson ráðgjafi, velgengni.is

„Jóhanna hjálpaði mér að finna aftur eigin styrk og jafnvægi eftir erfitt tímabil.  Jafnt og þétt í meðferðinni hefur mér liðið betur líkamlega, tilfinningalega og andlega.  M.a. hafa mígreni einkenni minnkað, verkjaköst eftir slys orðið minni og viðráðanlegri, svefn betri og tilfinningalegt jafnvægi sterkara.  Jóhanna er uppbyggileg og jákvæð í nálgun sinni eins og leitast er við í nútíma meðferðarfræði en hún býr einnig yfir miklum kærleika og hlýju sem gott er að vera í nánd við.“  Júlía Sæmundsdóttir, félagsfræðingur

Tímar eru almennt fyrir og eftir hádegi virka daga samkvæmt tímapöntun

Fyrsti tími í Brennan heilun og Heildræna samtalsmeðferð 10.500kr.  Næstu stöku tímar 9.500kr.  Afsláttur veittur af 5 tímum saman og 10 tímum saman.  Sjá nánar á vefsíðunni heilunjohannajonas.is  “verðskrá.“

Netfang:  johanna@heilunjohannajonas.is

Símanúmer:  699 6019